Monday, February 28, 2005

The Punisher *


Jæja þá.. búinn að gera tvær tilraunir með hana þessa.. Tók hana sem léttmeti og hún átti að renna ljúflega í gegn eða þannig eins og svona myndir gera. Svo fannst mér einhvern veginn eins og John Travolta hlyti nú að hafa einhvern sem veldi almennilegar myndir fyrir sig. En því er nú aldeilis ekki svo farið. The Punisher er að minni bestu vitund byggt á einhverri myndasöguhetju og þvílíka klisjumynd hef ég aldrei og ég leyfi mér að segja það aftur að aldrei hef ég séð eins mikla klisjumynd á ævi minni. Samt hef ég séð nokkrar. Við gátum þó hlegið á stöku stað að vitleysunni en myndin kemst ekki einu sinni á stall sem "mynd örlaganna" sem er sérstakur leikur sem við hjónakornin lékum þegar við bjuggum á Íslandi og fríspóla var í boði. Þ.e. að taka blindandi einhverja helst á þeim stað sem viiiirkilega lélegu spólurnar voru hafðar. Nei þessi kemst svo sannarlega ekki þangað.

Wednesday, February 09, 2005

Eternal sunshine of the spotless mind * * * *


Sá þessa fræbæru mynd um daginn. Mér finnst Jim Carrey yfirleitt hálfleiðinlegur leikari nema þegar hann leikur í myndum þar sem hann þarf ekki að nota gúmmifésið. Charlie Kaufman hefur enn einu sinn tekist að gera fræbært handrit, en ég hef ekki enn séð mynd sem mér finnst lítið til koma þar sem hann er handritshöfundur. En ég á að vísu eftir að sjá Human Nature. Svo á ég einnig eftir að sjá Confessions of a dangerous mind. En mér fannst bæði adaptation og being john malkovich meiriháttar myndir.

Var svona að pæla...

Já ég held að í þessu bloggi mínu ætla ég að safna saman lélegum og góðum bíómyndum, sjónvarpsþáttum og bókum sem ég er að lesa í hvert skipti. Það úir og grúir af sjónvarpsefni hér í svíþjóð sem ég verð eiginlega að tjá mig um en mér finnst einhvern veginn ég ekki geta fyllt myndabloggið mitt með lélegum færslum um ennlélegri raunveruleikasjónvarpsþætti á borð við Osbournes, Gotti, Big Brother, The Swan og svona má lengi telja..