The Punisher *

Jæja þá.. búinn að gera tvær tilraunir með hana þessa.. Tók hana sem léttmeti og hún átti að renna ljúflega í gegn eða þannig eins og svona myndir gera. Svo fannst mér einhvern veginn eins og John Travolta hlyti nú að hafa einhvern sem veldi almennilegar myndir fyrir sig. En því er nú aldeilis ekki svo farið. The Punisher er að minni bestu vitund byggt á einhverri myndasöguhetju og þvílíka klisjumynd hef ég aldrei og ég leyfi mér að segja það aftur að aldrei hef ég séð eins mikla klisjumynd á ævi minni. Samt hef ég séð nokkrar. Við gátum þó hlegið á stöku stað að vitleysunni en myndin kemst ekki einu sinni á stall sem "mynd örlaganna" sem er sérstakur leikur sem við hjónakornin lékum þegar við bjuggum á Íslandi og fríspóla var í boði. Þ.e. að taka blindandi einhverja helst á þeim stað sem viiiirkilega lélegu spólurnar voru hafðar. Nei þessi kemst svo sannarlega ekki þangað.