Friday, May 26, 2006
Monday, April 24, 2006
Sunday, April 23, 2006
Saturday, April 22, 2006
Thursday, April 20, 2006
Thursday, March 03, 2005
Armbryterkan från Ensamheten * * * *
.jpg)
Tókum nokkrar myndir um daginn og þessi var þar á meðal. Heyrði fyrst af henni hjá einum skólafélaga mínum á sænskunámskeiði hjá Medborgarskólanum. Honum fannst myndin góð og mælti með henni. Þetta er heimildarmynd um stúlku sem er alveg ótrúlega góð í sjómann. Skrítið consept en svínvirkar í heimildarmynd og er langtum betra en myndin sem Sylvester Stallone lék í hér forðum daga og fjallaði líka um sjómann, Over the top frá árinu '87. Heidi sem myndin fjallar um kemur frá bæ sem heitir Ensamheten og samanstendur af 19 einstaklingum sem eru tengdir á einhvern hátt. þetta eru skógarhöggsmenn að upplagi sem og er Heidi fyrsti kvenmaðurinn til að fæðast í fjölskyldunni í 3 kynsljóðir. Myndin er alveg ótrúlega einlæg á sinn skrítna hátt því það er nefnilega sá háttur hafður hafður á í Ensamheten að hrósa aldrei neinu sem vel er gert. Enn ein frábæra sænska myndin
Monday, February 28, 2005
The Punisher *

Jæja þá.. búinn að gera tvær tilraunir með hana þessa.. Tók hana sem léttmeti og hún átti að renna ljúflega í gegn eða þannig eins og svona myndir gera. Svo fannst mér einhvern veginn eins og John Travolta hlyti nú að hafa einhvern sem veldi almennilegar myndir fyrir sig. En því er nú aldeilis ekki svo farið. The Punisher er að minni bestu vitund byggt á einhverri myndasöguhetju og þvílíka klisjumynd hef ég aldrei og ég leyfi mér að segja það aftur að aldrei hef ég séð eins mikla klisjumynd á ævi minni. Samt hef ég séð nokkrar. Við gátum þó hlegið á stöku stað að vitleysunni en myndin kemst ekki einu sinni á stall sem "mynd örlaganna" sem er sérstakur leikur sem við hjónakornin lékum þegar við bjuggum á Íslandi og fríspóla var í boði. Þ.e. að taka blindandi einhverja helst á þeim stað sem viiiirkilega lélegu spólurnar voru hafðar. Nei þessi kemst svo sannarlega ekki þangað.